Fréttir og tilkynningar


Frestun á greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds

14.1.2021

Eindagi staðgreiðslu og tryggingagjalds sem frestað var á árinu 2020 er að renna upp. Heimilt er að sækja um aukinn greiðslufrest.

Á árinu 2020 var greiðslu á helmingi af staðgreiðslu launamanna og tryggingagjalds með gjalddaga 1. mars frestað til 1. apríl s.á. Jafnframt var heimilað að launagreiðendur gætu óskað eftir fresti á greiðslu þriggja gjalddaga frá 1. apríl til og með 1. desember 2020.

Aukinn greiðslufrestur

Gjalddagi/eindagi þeirra greiðslna sem frestað var á árinu 2020 er 15. janúar 2021 en heimilt er að óska eftir enn frekari frestun á greiðslum og dreifingu fjárhæðarinnar á mánuðina júní, júlí og ágúst 2021. Þá var í lok ársins 2020 heimilað að fresta greiðslu á tveimur gjalddögum á árinu 2021, þ.e. gjalddögum staðgreiðslu launamanna og tryggingagjalds á tímabilinu 1. janúar til og með 1. desember.

Uppfylla þarf tiltekin skilyrði fyrir frestun á þessum greiðslum og sækja um í gegnum þjónustusíðu launagreiðanda á skattur.is. Nánari upplýsingar eru á COVID-upplýsingasíðum Skattsins


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum