Fréttir og tilkynningar


Landsréttur staðfestir frávísun héraðsdóms að hluta á grundvelli mannréttindasáttmála Evrópu

2.3.2020

Landsréttur staðfesti frávísunardóm yfir manni vegna skattalagabrota á grundvelli 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu en þar segir að enginn skuli sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur fyrir með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis.

Rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk með skýrslu 10. október 2016 og var hún send 4 dögum síðar til ríkisskattstjóra sem endurákvarðaði skatta og opinber gjöld með úrskurði 23. maí 2017. Þegar úrskurður RSK lá fyrir sendi skattrannsóknarstjóri héraðssaksóknara mál ákærða til meðferðar 27. apríl 2017 og hófst rannsókn héraðssaksóknara með yfirheyrslu yfir ákærða 5. júlí sama ár. Ákæra var síðan gefin út af héraðssaksóknara 22. mars 2018 og málið þingfest 17. september sama ár. Fyrir liggur því að mál þetta var ekki rekið samhliða hjá skattyfirvöldum og lögreglu en ákærði gaf fyrst skýrslu sem sakborningur hjá héraðssaksóknara 43 dögum eftir endurákvörðun ríkisskattstjóra og það liðu 10 mánuðir til útgáfudags ákæru.

Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir bókhaldsbrot og að hafa vanrækt að tilkynna skattyfirvöldum um virðisaukaskattsskylda starfsemi sína.

Dómur Landsréttar 28. febrúar 2020 í máli nr. 209/2018


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum