Fréttir og tilkynningar


Niðurfelling álags í virðisaukaskatti

4.2.2021

Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis og óvissu í atvinnulífi hefur ríkisskattstjóri ákveðið að nýta heimild til að beita ekki álagi á vangreiddan virðisaukaskatt.

Ákvörðunin er vegna nóvember og desember 2020, ársskila fyrir árið 2020 og sex mánaða skil fyrir júlí-desember 2020 og nær til eftirfarandi uppgjörstímabila, skilamáta og gjalddaga:

Gjalddagi

Uppgjörstímabil

Skilamáti

5. janúar 2021 Nóvember 2020 Almenn mánaðarskil
15. janúar 2021 Desember 2020 Aðilar í mánaðarskilum sem hafa verið afskráðir vegna áætlana en skráðir að nýju
5. febrúar 2021 Nóvember-desember 2020 Almenn tveggja mánaða skil
5. febrúar 2021 Desember 2020 Almenn mánaðarskil
5. febrúar 2021 Janúar-desember 2020 Ársskil
1. mars 2021 Júlí-desember 2020 Sex mánaða skil í landbúnaði


Af þeim sökum er svigrúm til greiðslu virðisaukaskatts aukið til muna eða í allt að mánuð. Sé virðisaukaskattur ekki greiddur innan mánaðar frá gjalddaga leggjast þó á dráttarvextir frá gjalddaga.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum