Fréttir og tilkynningar


Reiknivél uppfærð

9.12.2019

Reiknivél fyrir innflutningsgjöld hefur verið uppfærð þannig að nú er hægt að áætla með henni vörugjöld af ökutækjum t.d. fólksbílum, húsbílum og pallbílum sem vörugjöldin N1, N2 og N3 leggjast á við innflutning.

Til að útreikningurinn sé réttur er nauðsynlegt að fyrir liggi upplýsingar um CO2 losun viðkomandi ökutækis. Ef upplýsingar um losun liggja ekki fyrir þegar ökutæki er forskráð á Íslandi er þyngd ökutækisins notuð til að reikna vörugjöldin við innflutning.

Nánari upplýsingar:

Reiknivélin

Útreikningur vörugjalda af ökutækjum

Ef þú veist fastnúmer á samskonar ökutæki er hægt að fletta upp skráðri losun þess á vef Samgöngustofu

Algengar spurningar um skráningu ökutækja á vef Samgöngustofu


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum