Fréttir og tilkynningar


Skattar, gjöld og bætur árið 2017

29.12.2016

Upplýsingar um staðgreiðslu, barnabætur, vaxtabætur o.fl. á árinu 2017.

Staðgreiðsla

Staðgreiðsla skatta 2017 er reiknuð í tveimur þrepum. Útreikningur fyrir mánaðartekjur er sem hér segir:

  • Af fyrstu 834.707 kr. 36,94%
  • Af fjárhæð umfram 834.707 kr. 46,24%

Frádráttur vegna lífeyrisréttinda

Heimill frádráttur vegna greiðslu launþega til almennra lífeyrisréttinda er 4% af iðgjaldsstofni. Heimill frádráttur vegna séreignarsparnaðar er 4%.

Persónuafsláttur

Persónuafsláttur er 52.907 kr. á mánuði. 

Skattlagning barna

Börn fædd 2002 og síðar greiða 6% af tekjum yfir 180.000 kr. 

Laun frá fleiri en einum launagreiðanda

Þeir sem hafa laun frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að gæta þess að rétt hlutfall sé notað við útreikning á staðgreiðslu. Fari laun yfir 834.707 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna 46,24% staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreiðendum.

Tryggingagjald

Tryggingagjald er 6,85%.

Fjársýsluskattur

Fjársýsluskattur er 5,5%.

Fjármagnstekjuskattur

Skattur á fjármagnstekjur er 20%.

Barnabætur, vaxtabætur o.fl.

Barnabætur

Barnabætur með fyrsta barni hjóna eru 205.834 kr. og með hverju barni umfram eitt 245.087 kr. Með fyrsta barni einstæðs foreldris eru þær 342.939 kr. og með hverju barni umfram eitt 351.787 kr.

Skerðingarmörk vegna tekna eru 5.400.000 kr. hjá hjónum og 2.700.000 kr. hjá einstæðu foreldri. Bæturnar skerðast um 4% af tekjum umfram þessi mörk fyrir eitt barn, 6% fyrir tvö börn og 8% ef börnin eru þrjú eða fleiri.
Viðbótargreiðsla með hverju barni yngra en 7 ára er 122.879 kr. og skerðist um 4% af tekjum umfram ofangreind mörk. 

Vaxtabætur

Hámark vaxtabóta er 400.000 kr. fyrir einhleyping, 500.000 kr. fyrir einstætt foreldri og 600.000 kr. fyrir hjón/sambúðarfólk.
Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta geta ekki orðið hærri en 7% af eftirstöðvum skulda vegna íbúðarkaupa og að hámarki 800.000 kr. hjá einhleypingi, 1.000.000 kr. hjá einstæðu foreldri og 1.200.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Skerðing vegna tekna er 8,5% af tekjustofni.

Vaxtabætur einhleypinga og einstæðra foreldra byrja að skerðast við nettóeign 4.500.000 kr. og falla niður þegar hún nær 7.200.000 kr. Vaxtabætur hjóna og sambúðarfólks byrja að skerðast við nettóeign 7.300.000 kr. og falla niður þegar hún nær 11.680.000 kr. 

Fjármagnstekjuskattur

Skattur á fjármagnstekjur er 20%. Frítekjumark vegna vaxtatekna er 125.000 kr. á mann. Frádráttur vegna leigutekna manna af íbúðarhúsnæði til búsetu leigjanda er 50% af leigutekjum. Frítekjumark gildir ekki um arð, söluhagnað og leigutekjur af öðru en íbúðarhúsnæði sem nýtt er til búsetu leigjanda.

Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra

Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra er 10.956 kr. á einstaklinga sem fæddir eru 1947 og síðar og eru með tekjur yfir 1.678.001 kr. á ári. Undanþegin eru börn innan 16 ára aldurs.

Útvarpsgjald

Útvarpsgjald er 16.800 kr. á einstaklinga sem fæddir eru 1947 og síðar og eru með tekjur yfir 1.678.001 kr. á ári. Undanþegin eru börn innan 16 ára aldurs.

Skattlagning lögaðila

Tekjuskattur hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnufélaga er 20% við álagningu 2017.
Tekjuskattur annarra lögaðila er 36% og gildir það m.a. um sameignar- og samlagsfélög, þrotabú og dánarbú.

Skilafrestir á gögnum vegna framtals 2017

Skilafrestur á launamiðum og öðrum gögnum vegna framtals 2017 er til 20. janúar.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum