Fréttir og tilkynningar


Stöðvuðu 20 Kg af fíkniefnum

10.4.2015

Hollenskar mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa gert tilraun til að smygla tæplega 20 kílóum af fíkniefnum til landsins

Um er að ræða amfetamín, kókaín og MDMA, sem toll­verðir fundu í ferðatösk­um þeirra.

Mæðgurn­ar komu til lands­ins á föstu­dag­inn langa með flugi frá Amster­dam og áttu pantað flug­f­ar til baka á mánu­dags­morg­un. Eft­ir að lög­regl­an á Suður­nesj­um hafði hand­tekið þær hand­tók lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu ís­lensk­an karl­mann vegna máls­ins og sæt­ir hann einnig gæslu­v­arðhaldi.

Náin sam­vinna Toll­stjóra, lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um, lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu og tengslaskrif­stofu Íslands hjá Europol skilaði þeim ár­angri sem þarna náðist í bar­átt­unni gegn smygli á fíkni­efn­um til lands­ins.

Mæðgurn­ar og Íslend­ing­ur­inn hafa verið úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald til 15. apríl næst­kom­andi.

Ekki er unnt að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar vegna máls­ins að sinni þar sem það er á viðkvæmu rann­sókn­arstigi.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum