Fréttir og tilkynningar


Tollverðir haldlögðu mikið magn stera

9.9.2016

Tollverðir haldlögðu nýverið mikið magn stera sem karlmaður reyndi að smygla inn í landið í ferðatösku. Um var að ræða nær 20.000 steratöflur, ambúlur og stinningarlyfið Kamagra. 

Maðurinn hafði dvalið í Tælandi og var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn þegar hann var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tollstjóri kærði málið til lögreglunnar á Suðurnesjum sem fer með rannsókn þess. Rannsókninni miðar vel og er hún á lokastigi.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum