Fréttir og tilkynningar


Viljayfirlýsing um gagnkvæma aðstoð í innheimtumálum við Ástralíu

30.1.2014

Nýlega skrifaði tollstjóri undir viljayfirlýsingu (Memorandum of Understanding) um gagnkvæma aðstoð í innheimtumálum milli Íslands og Ástralíu.

Viljayfirlýsingin felur í sér útfærslu verklags og starfsreglna varðandi gagnkvæma aðstoð ríkjanna vegna innheimtumála samkvæmt 11.-16. grein samnings Evrópuráðsins og OECD um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum. Samskonar samningur um aðstoð í innheimtumálum milli Íslands og Bretlands var undirritaður árið 2011.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum