Fréttir og tilkynningar


Leiðbeiningar um virðisaukaskatt af mötuneytum opinberra aðila

25.2.2019

Ríkisskattstjóri hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um virðisaukaskatt af starfsemi starfsmannamötuneyta opinberra aðila. Koma þær í stað eldri leiðbeininga um sama efni frá desember 1995. 

Leiðbeiningarnar eru ætlaðar stofnunum og fyrirtækjum ríkis og sveitarfélaga sem reka starfsmannamötuneyti. Farið ef yfir almennar reglur sem um rekstur mötuneyta opinberra aðila gilda og sýnd dæmi um útreikninga virðisaukaskatts af starfsemi þeirra. Þá er sérstaklega fjallað um blandaða afhendingu fæðis, þ.e. þar sem fæði er að hluta selt en að hluta afhent án endurgjalds, s.s. í mötuneytum heilbrigðisstofnanna.


Leiðbeiningar um virðisaukaskatt af starfsemi starfsmannamötuneyta opinberra aðila


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum