Fréttir og tilkynningar


Tilkynning vegna fyrirframgreiðslu 1. maí.

29.4.2011

Þeir sem eru með lán vegna íbúðarkaupa fá sérstaka vaxtaniðurgreiðslu, til viðbótar við hefðbundnar vaxtabætur.

Helmingur af áætlaðri vaxtaniðurgreiðslu er greiddur út með fyrirframgreiðslu 1. maí og hinn helmingurinn 1. ágúst þegar álagningu opinberra gjalda er lokið.

Við útreikning er miðað við eftirstöðvar skulda í árslok 2010. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla er eignatengd en ekki tekjutengd. Fjárhæðin getur hæst orðið 200.000 kr. alls hjá einhleypingi og 300.000 kr. hjá hjónum.

Nánari upplýsingar um reglur, forsendur og útreikning.

Þínar upplýsingar á skattur.is

Þeir sem fá fyrirframgreiðslu vegna sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu fá tilkynningu þar um á þjónustuvefnumskattur.is.

Með innskráningu á skattur.is, með kennitölu og veflykli (eða rafrænum skilríkjum) getur hver og einn séð hvaða fjárhæð hann fær greidda og hvaða forsendur voru notaðar til útreiknings. Tilkynningin er undir flipanum Samskipti og kemur einnig fram sem Ný skilaboð á forsíðu.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum